Flatasel 10, 700 Egilsstaðir
107.000.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
220 m2
107.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
117.400.000
Fasteignamat
82.700.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr við Flatasel á Egilsstöðum. Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu.
Gengið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu með fatahengi. Þaðan er komið í flísalagt hol þar sem er tignarlegur stigi upp á efri hæð. Á neðri hæðinni eru tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og innangengt í bílskúr. Herbergi eru parketlögð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með innréttingu, handklæðaofni og sturtu. Útgengt er frá herbergjagangi á neðri hæð á pall með heitum potti. Þvottahús er með innréttingu með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, flísar eru á gólfi. Þaðan er gengt í stóran flísalagðan bílskúr með bílskúrshurð með rafmagnsopnun. Á efri hæð hússins er eldhús, stofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Herbergi eru parketlögð, annað þeirra er hjónaherbergi með sexföldum fataskáp og hitt er minna. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með innréttingu, handklæðaofni og sturtu. Eldhús er með góðri innréttingu þar sem bakaraofn er í vinnuhæð og pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp (sem getur fylgt með). Borðkrókur er í eldhúsrými sem er svo opið yfir í stórt stofurými. Stofa er björt og mjög rúmgóð með plássi fyrir bæði setustofu og sjónvarpsrými. Þaðan er útgengt á svalir sem snúa til suðurs og eru með fallegu útsýni. Flísar eru á gólfi í eldhúsi og stofu.
Aðkoma hússins er sérlega falleg. Stórt hellulagt plan með hita er framan við húsið. Garður er vel hirtur. Pallur er stór og afgirtur og er bæði timbur pallur og hellulagt svæði með heitum potti (rafmagns).
Flestir gluggar hússins voru málaðir á síðasta ári (þeir sem hægt er að ná í án stiga). Hiti er í gólfum í húsinu og nýjar hitastýringar eru í öllum herbergjum. Háaloft er yfir herbergjum á efri hæð. 

Grunnteikningar eru fengnar af kortasjá Múlaþings á www.mulathing.is og staðsetning er fengin af ja.is.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.