INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Fallegt og notalegt lítið einbýlishús með þremur svefnherbergjum á góðum útsýnisstað á Eskifirði. Húsið hefur talsvert verið endurnýjað.Framan við inngang er timburverönd með skjölveggjum. Flísar eru á forstofu og baðherbergi með sturtu þar inn af. Stofa og eldhús eru í nokkuð opnu rými með parket á gólfi. Úr bæði stofu og eldhúsi er fallegt útsýni þar sem Hólmatindur blasir við sem og Hólmanes. Eldhús og stofurými hefur nýlega verið endurnýjað nokkuð mikið.
Í risi eru þrjú svefnherbergi, öll með spónarparket á gólfi.
Kjallari með sér inngangi er undir húsinu, snyrtilegt og gott rými með aðstöðu/tengi fyrir þvottavél. Ekki er full lofthæð í kjallara.