INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Glæsilegt einbýlishús á fallegum stað á Egilsstöðum. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi og innbyggður 46,4 m² bílskúr. Húsið er í mjög góðu ástandi.Eldhús og borðstofa eru í nokkuð stóru og björtu rými með flísum á gólfi. Úr rýminu er útgengt á steypta verönd við suðurhlið hússins. Rúmgóð innrétting með eyju er í eldhúsi. Í stofu er stórir og fallegir útsýnisgluggar og þaðan er útgengt á stóra verönd (bílskúrsþak). Sjónvarpshol er í opnu rými við eða inn af stofu. Tvö baðherbergi eru í húsinu, bæði flísalögð í hólf og gólf með sturtu og innréttingu. Svefnherbergin fjögur eru öll fremur stór með flísum á gólfi eins og önnur rými hússins og inn af hjónaherbergi er stórt fataherbergi. Þvottahús er fullbúið með góðri innréttingu og þaðan er útgengt. Bílskúr er rúmgóður eins og flest rými hússins.
Hér er um að ræða hús í góðu ástandi og fallegum stað í náttúrulegu umhverfi á 1174 m² lóð við Hamra á Egilsstöðum.