Útgarður 2, 700 Egilsstaðir
69.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
243 m2
69.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Brunabótamat
101.900.000
Fasteignamat
53.000.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Mjög spennandi einbýlishús á þremur pöllum með fimm svefnherbergjum. Húsið stendur á einstökum stað á Egilsstöðum, eins og sveit í miðjum bænum.
243,9 fermetra einbýlishús hannað af Sigurði Kjartanssyni arkitekt.  Brunabótamat hússins eru tæpar 106 milljónir 2023.  Húsið er staðsteypt og stendur á 1148 m2 lóð á einstökum stað. Gott skipulag og góð lofthæð. Búið er að endurnýja þakkant, þakrennur og niðurföll. Þak hússins hefur verið yfirfarið og viðgert.
Bílastæði er hellulagt sem og verönd framan við inngang. Einnig er hellulögð verönd í garði sem útgengt er á úr stofu.  Flísar eru í forstofu og holi þar inn af. Eldri innrétting er í eldhúsi og þar eru einnig flísar á gólfi. Stofa er rúmgóð með teppi á gólfi. Þar er arin og útgengt er úr stofu á hellulagða verönd í garði. Tvö baðherbergi eru í húsinu, bæði með flísar á gólfi, auk salernisaðstöðu og sturtum í kjallara. Aðalbaðherbergi hússins er flísalagt í hólf og gólf, þar er hornbaðkar, handklæðaofn og ágæt innrétting. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, þar af fjögur parketlögð. Úr forstofu er farið í kjallara. Þar er baðaðstaða, sauna, sturta og salerni. Þvottahús er í kjallara sem og nokkuð gott geymslupláss.  Nýlega var gert við þakið á húsinu en húsið þarfnast engu að síður ýmiskonar viðhalds og endurbóta. Síðast liðin ár hefur ekki verið föst búseta í húsinu og er þekking seljanda á ástandi takmörkuð og er því skorað á alla áhugasama að skoða húsið vel, og framkvæma skoðun með fagmanni. Nánari upplýsingar um þakviðgerð veittar skv. ósk þar um.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.