Smárahvammur 3, 700 Egilsstaðir
65.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
183 m2
65.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
68.650.000
Fasteignamat
47.400.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Flott einbýlishús á frábærum útsýnisstað í Fellabæ. Þrjú svefnherbergi á efri hæð og sér þriggja herbergja íbúð á neðri hæð auk 41,5 m² bílskúrs. 
Á efri hæð eru stofa og eldhús í opnu og björtu rými með einstaklega fallegt og mikið útsýni. Parket er á rýminu og útgengt er á svalir. Baðherbergi á efri hæð var allt endurnýjað fyrir c.a. fjórum árum. Þar er korkur á gólfi og Fíbó-plötur á veggjum. Fín innrétting er á baðherbergi, þar er sturta og hiti er í gólfi. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð, parket er á tveimur herbergjum en flísar á einu. Áður var innangengt á milli hæð en stigarými hefur verið lokað (stigi fjarlægður) og rýmið nýtt sem geymsla á efri hæð í dag. Lítið mál er að opna aftur á milli hæða og stigi getur fylgt með í kaupunum. Forstofa á efri hæð er flísalögð og þar inn af er þvottahús með máluðu gólfi. 
Á neðri hæð er ljómandi fín þriggja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi). Þar er flísalagt eldhús með nokkuð góðri innréttingu og flísalagt baðherbergi með sturtu. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með flísar á gólfi. Flísar eru einnig í stofu. 
Bílskúr er sérlega rúmgóður 41,5 m² og snyrtilegur.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.