Hafnargata 4, 710 Seyðisfjörður
Tilboð
Atvinnuhús
13 herb.
294 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
11
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
144.150.000
Fasteignamat
35.000.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

294,5m² atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum við Hafnargötu á Seyðisfirði.
Húsið er rekið að mestu sem gistiheimili og er með eldhúsi og sex herbergjum með sér baðherbergi og fimm herbergjum með vaski.
Gengið er inn í flísalagða forstofu og þaðan er gengið beint inn í rúmgott eldhús með parketi á gólfi þar sem er góð innrétting með eyju og ofnum í vinnuhæð. Útgengt er úr eldhúsi á steypta verönd. Parket á neðri hæð var sett árið 2021. Inn af eldhúsi er herbergjagangur með sama gólfefni. Fjögur svefnherbergi með sér baðherbergi og fataskápum eru á ganginum. Parket er á gólfi í öllum herbergjum og flísalagt er í hólf og gólf á baðherbergjum. Eitt herbergjanna er með aðgengi fyrir fatlaða, eitt er minna og tvö þeirra eru stærri. Öll baðherbergi eru með lítilli innréttingu og sturtu. Inn af forstofu er gengt í stigarými með dúk á gólfi þar sem er stigi á efri hæðina og útgengt á mjög stórt bílastæði. Þaðan er gengt á parketlagðan gang þar sem er sameiginlegt baðherbergi, lín geymsla og flísalagt þvottahús með innréttingu og vaski.
Þegar komið er á efri hæð er þar dúkalagt hol og þar inn af sameiginleg snyrting með dúk á gólfi og flísum á helming veggja. Inn af holi er einnig svefnherbergi með parketi og tvöföldum fataskáp. Þá er gengt á herbergjagang með teppaflísum og við enda gangsins er útgengt á svalir með fallegu útsýni. Þar er einnig ræstiskápur með vaski. Á ganginum er baðherbergi með innréttingu, flísum á gólfi og tvöfaldri sturtu. Sex herbergi eru á ganginum, öll með parketi á gólfi. Tvö þeirra eru rúmgóð með fataskáp og sér baðherbergi með sturtu sem flísalagt er í hólf og gólf. Fjögur þeirra eru með fataskáp og vaski.
Húsið að utan lítur vel út og fylgir því stórt steypt bílastæði við hlið hússins. Gler hefur verið endurnýjað í öllum gluggum nema þremur. Neðri hæðin var gerð upp árið 2015. Sú efri var gerð upp árið 2011 og aftur að hluta 2015 þegar eldhúsi og þvottahúsi var breytt í tvö herbergi með baðherbergi sem og settir vaskar í þau herbergi á efri hæð sem ekki eru með sér baðherbergi. Þá var þak yfirfarið, skrapað og málað árið 2014. Nýjar frárennslilagnir voru lagðar 2015 og tekin inn ný vatnslögn. Rafmagn var einnig tekið árið 2015 go settar nýjar rafmagnstöflur.
Lóðin er stór, eða 2041m², og fylgja 70% þessum eignarhluta.
Í heildina um að ræða mikið endurnýjað húsnæði sem býður upp á marga möguleika til atvinnurekstrar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.