INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Fallegt einbýlishús á frábærum útsýnisstað við Fjarðarbraut á Stöðvarfirði.Flísar eru í forstofu og inn af forstofu er lítið gestasalerni sem er verið að endurnýja. Parket er á rúmgóðri stofu sem og á borðstofu. Úr stofu er fallegt útsýni yfir fjörðinn. Í eldhúsi er dúkur á gólfi og ágæt innrétting. Innaf eldhúsi er þvottahús og er þaðan útgengt í bakgarð. Búr er einnig inn af eldhúsi. Á herbergjagangi er parket sem og á öllum svefnherbergjum en fjögur herbergi eru í húsinu. Rakaummerki eru í vegg í a.m.k. einu svefnherbergi. Gluggar í stofu og einu svefnherbergi eru orðnir lélegir og stendur til að endurnýja þá. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, það er flísalagt í hólf og gólf. Fín innrétting er á baðherbergi og sturta. Húsið var málað að utan sumarið 2019 og þak sumarið 2020. Framan við inngang í húsið er lítil verönd með skjólvegg. Lóð við húsið er gróin en bílastæði er óklárað. Bílskúr er á neðri hæð hússins. Húsið stendur á 900,0 m² eignarlóð.