Stekkjartröð 2, 700 Egilsstaðir
45.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
190 m2
45.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Brunabótamat
56.980.000
Fasteignamat
39.650.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einbýlishús á einni hæð með frístandandi bílskúr, fallegum garði og þremur svefnherbergjum. Mögulegt að bæta við fjórða svefnherberginu. Góð staðsetning, stutt í skóla og íþróttamiðstöð.
Flísar eru í forstofu og þar er opið fatahengi. Nokkuð rúmgott sjónvarpshol með parket á gólfi er í miðju húsinu. Parket er í stofu og inn af stofu er opið rými sem áður var svefnherbergi og mögulegt að breyta því til baka. Í eldhúsi eru flísar á gólfi og þar er eldir innrétting í góðu lagi. Inn af eldhúsi er flísalagt þvottahús, útgengt er úr þvottahúsi. Búr/geymsla er inn af þvottahúsi. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, parket er á tveimur herbergjum en dúkur á einu. Eins og áður sagði er mögulegt að bæta við fjórða svefnherberginu. Við húsið er falleg sólstofa með flísum á gólfi og hita í hluta gólfs. Perutré er í sólstofu. Útgengt er úr sólstofu á timburverönd við suðurhlið hússins. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, á baðherbergi er gólfhiti, sturta, ágæt innrétting og handklæðaofn. 
Í bílskúr er hiti í gólfi, þar er bílhurð með sjálfvirkum opnara og gryfja er í bílskúr. Innst í bílskúr er lokuð geymsla. 
Hitalagnir eru í stétt við inngang sem og milli húss og bílskúrs. Hitalagnir eru einnig framan við bílskúr í hluta bílastæðis. 
Garður er virkilega fallegur og vel hirtur. Gróðurhús er í garði. Seljendur munu sjá um að láta mála þak hússins. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.