Bæjarás 8, 685 Bakkafjörður
9.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
100 m2
9.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1999
Brunabótamat
32.200.000
Fasteignamat
7.490.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Um er að ræða 4. herbergja einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1999, stærð 100,0 m², byggingarefni timbur á steyptum grunni.

Komið er inn í forstofu, með flísum á gólfi, góðu fatahengi og skáp, áfram er gengið inn á gang, opið úr honum inn í stofu og eldhús . Innaf eldhúsi er lítið en rúmgott þvottahús og búr með sérútgangi út á rúmgóðan timburpall. Málað flögugólf í þvottahúsi. Í eldhúsinu er  ágæt innrétting, AEG eldavél og bakarofn, vifta og pláss fyrir uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsi. 
Stofan er rúmgóð með 2 gluggum á vestur hlið með mjög fallegu útsýni til sjávarins og fjalla. Parket á gólfi sem lítur vel út. Svalahurð er á stofunni til suðurs út á stóran lokaðan sólpall með skjólveggjum, en hægt er að ganga útí garð af palli. 
Af gangi er gengið í baðherbergi með góðri innréttingu, handlaug í borði og spegli yfir, baðkar með sturtu og salerni. Þrjú svefnherbergi eru inn af ganginum.
Í hjónaherbergi  er sexfaldur fataskápur, gluggi  til norðurs og lítill gluggi til suð-austurs, dúkur á gólfi. Rúmgott barnaherbergi með tvöföldum fataskáp og dúk á gólfi. Lítið barnaherbergi með tvöföldum fataskáp og dúk á gólfi. 
  • Húsið var málað að utan sumarið 2019 og lítur vel út. 
  • Rafmagnskynding er í húsinu og 237L hitakútur í þvottahúsi. 
  • Snyrtileg og vel um gengin eign.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.