Melbrekka 4, 730 Reyðarfjörður
29.000.000 Kr.
Raðhús
4 herb.
124 m2
29.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
39.500.000
Fasteignamat
26.500.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Fimm herbergja íbúð í fimm íbúða raðhúsi.
Komið er inn í flísalagða forstofu með þreföldum háum fataskáp á hægri hönd. Til hægri er stórt svefnherbergi skv. teikningu, en við skoðun var það læst (íbúi erlendis) og því ekki skoðað. Næst til hægri er geymsla, parket á gólfi, loft að hluta tekið upp. Rafmagnstafla í þessu rými. Áfram til vinstri er annað svefnherbergi, parketlagt (farið að láta á sjá), fjórfaldur fataskápur. Þar til hliðar er flísalagt baðherbergi, veggir flísalagðir. Sturtuklefi flísalagður og baðkar. Upptekið salerni. Vaskur í innréttingu. Þörf á smá lagfæringu á baði (stilla skápa/skúffur í innréttingu og laga við salernishnappa). Við hlið baðherbergis er þvottahúsið, flísalagt með niðurfalli. Hurð út í garð. Vaskur í borðplötu. Við hlið þvottahúss er svefnherbergi, parketlagt (gólfefni farin að láta á sjá), tvöfaldur fataskápur. Gengt þessu herbergi er fjórða svefnherbergið sem hefur m.v. upphaflegu teikningu verið bætt við. Einfaldur fataskápur. Stofa með hurð út í garð og góðum gluggum til suðurs. Eldhús með ágætis innréttingu, pláss fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, helluborð (AEG). 
Að utan er íbúðin klædd liggjandi bárujárni, með viðarklæðningu á móti að hluta, einhalla þak (endurnýjað fyrir ca 5 árum að fullu vegna raka sem kom upp), malarborið bílastæði, hellulagt að útidyrum. Garður ekki í rækt. 
Almennt er um góða íbúð í nýlegu raðhúsi að ræða, með fjórum svefnherbergjum.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.