Hafnargata 15, 685 Bakkafjörður
Tilboð
Fjölbýli
5 herb.
112 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
34.500.000
Fasteignamat
7.060.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Um er að ræða fimm herbergja einbýlishús byggt úr timbri árið 1978. Gengið inní flísalagða forstofu með tvöföldum fataskáp. Svefnherbergi er innaf forstofu með plastparketi á gólfi og þreföldum fataskáp. Hol er parketlagt og opið inn í stofu en þar er gengt út á verönd með sólpalli. Gólfefni er farið að láta á sjá.
Dúkur er á svefnherbergisgangi en þar eru þrjú svefnherbergi. Tvö þeirra og með tvöföldum fataskáp. Plastparket er á öllum svefnherbergjum. Baðherbergi er dúklagt í hólf og gólf, þar er baðkar með sturtuhengi.
Eldhús með eldri innréttingu, dúklagt en sjá má rakaummerki á gólfi. Þvottahús er innaf eldhúsi flísalagt með niðurfalli, og þar er annar inngangur í húsið. Búr er einnig innaf eldhúsi.
 
Annað:
Skipt hefur verið um jarðveg við sökkul. 
Snyrtileg, afgirt lóð í kringum húsið.
Ekki hefur verið búið í húsinu um einhvert skeið.
Núverandi eigandi flutti úr húsinu vegna óþæginda, en við leit fundust ekki ummerki um myglu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.