Hafnarbyggð 22, 690 Vopnafjörður
Tilboð
Einbýli
4 herb.
149 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
36.700.000
Fasteignamat
12.450.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Hafnarbyggð 22, Vopnafirði:
Einbýlishús á tveimur hæðum með 3-4 svefnherbergjum. 
Efri hæð: Gengið er inn í húsið upp tröppur. Komið er inní forstofu með flísum á gólfi og hengi. Gengið inn gang sem er með dúk á gólfi. Til hægri er stofa sem var áður 2 herbergi en hefur verið sameinað og er með tveimur bogahurðum. Plastparket á gólfi í stofu, fallegt útsýni yfir fjörðinn. Baðherbergi er með flísum á gólfi og á veggjum. Sturtuklefi er á baðherbergi. Í enda á efri hæð er eldhús með dúk á gólfi og rúmgott. Búr er innaf eldhúsi með dúk á gólfi og nokkuð rúmgott og með hillum. Hjónaherbergi er við hlið eldhúss með dúk á gólfi og fimmföldum fataskáp og útsýni úr herbergi yfir fjörðinn. Innangengt er á neðri hæð en þar er líka sérinngangur.
Neðri hæð: Þegar komið er niður stigann þá er komið í hol með plastparketi og þar er þvottahús með máluðu gólfi. Niðurfall er í þvottahúsi og gólfhalli. Hitakútur er í þvottahúsi og er það rúmgott. Gangur er við inngang neðri hæðar en það er flísalagt við útidyrahurð og í framhaldi er plastparket. Þegar komið er inn um útidyrahurð þá er til hægri herbergi með steyptu gólfi þar sem búið er að fjarlægja gólfefni. Veggfóður er á veggjum en það hefur verið rifið niður að hluta. Á móti herberginu er lítil geymsla. Gegnt stiganum á neðri hæð er komið inní herbergi sem er með plastparketi á gólfi og glugga sem snýr út á fjörð. Innaf því er annað herbergi sem er töluvert rýmra en hitt og líka með plastparketi á gólfi. 
Ekki eru upprunalegir gluggar í húsi, en ekki vitað hvænær skipta var um þá. Þá hefur húsið verið klætt að utan. Húsið stendur á góðum stað nálægt höfninni. Stutt er í Vopnafjarðarskóla.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.