Vallholt 8, 690 Vopnafjörður
Tilboð
Einbýli
4 herb.
143 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
46.920.000
Fasteignamat
18.650.000
Áhvílandi
11.974.140

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 


Um er að ræða einbýlishús og bílskúr byggt úr timbri árið 1985. Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum og hita í gólfi (rafmagnskynding). Í eldhúsi er nýleg innrétting og eldhústæki. Skipt var um gólfefni á gangi og í eldhúsi fyrir um ári síðan. Innbyggð uppþvottavél fylgir með.
Innaf eldhúsi er þvottahús/geymsla og þar er gengt uppá háaloft sem er yfir öllu húsinu. Steypt gólf og niðurfall í þvottahúsi og hurð til austurs. Gengið út á timburlagða verönd með skjólvegg.
Stofa og borðstofa er með eldra parketi á gólfi. Útgengt er einnig úr stofu og á verönd.  
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, öll með plastparketi. Í hjónaherbergi er skápur og fataherbergi með hillum og skápum. Þrefaldur fataskápur er í einu herbergi en enginn skápur í hinu. Baðherbergi með ágætis innréttingu en það er flísalagt með sturtuklefa og baðkari. 
Rúmgott auka herbergi hefur verið gert í hluta bílskúrs með glugga til suðurs. Flísar á gólfi. Auðvelt að breyta aftur.   
Húsið var málað að utan síðasta sumar og þá var skipt um þakskegg. Þakjárn var ekki endurnýjað en lítur þokkalega út. 

Húsið stendur innst í botlangagötu. 
Bílskúr með rafdrifinni hurð og flísum á gólfi. 
Innbú getur fylgt með.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.