Tjarnarlönd 19, 700 Egilsstaðir
54.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
264 m2
54.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
Brunabótamat
68.800.000
Fasteignamat
38.500.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Glæsilegt einbýlishús á frábærum stað við Tjarnarlönd á Egilsstöðum. Húsið er með fimm svefnherbergjum og er mikið endurnýjað. 
Forstofa er flísalögð og þar er þrefaldur fataskápur. Stofa og borðstofa eru í opnu og fallegu rými með flísum á gólfi. Flísar eru einnig í eldhúsi. Þar er falleg Brúnás-innrétting og ágætur borðkrókur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er hornbaðkar, rúmgóð sturta, falleg innrétting og handklæðaofn. Hiti er í gólfi á baðherbergi eins og annarsstaðar í húsinu. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í þremur þeirra. Í kjallara er mjög rúmgóð geymsla með flísum á gólfi. Ekki er full lofthæð í kjallara.
Húsið er klætt að utan og lítur vel út en þakkant þyrfti að mála fljótlega. Raflagnir hafa verið endurnýjaðar í húsinu sem og allar vatnslagnir. Innréttingar, gólfefni og hurðir hefur allt verið endurnýjað. Grunnur og plata fyrir bílskúr er til staðar. Ágætur geymsluskúr er á lóð.
Hér er um að ræða glæsilegt hús með fimm svefnherbergjum á frábærum stað.

Ath. Íbúðarhús er 220,8 m² en bílskúr (grunnur og plata með lögnum) verður 44,1 m² þegar hann verður byggður.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.