Hreiðarsstaðir , 701 Egilsstaðir
65.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
4 herb.
65535 m2
65.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
75.045.000
Fasteignamat
22.073.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Hreiðarsstaðir, Fljótsdalshéraði (áður Fellahreppi) er sérlega vel staðsett jörð á fallegum útsýnisstað við Lagarljót með útsýni yfir fljótið og inn Fljótsdal þar sem Snæfell blasir við. Jörðin er u.þ.b. 265 ha og í c.a. 7 km fjarlægð frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Jörðinni fylgir fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð (126,1 m²), fjós og hlaða (454 m²) og kálfahús (57,7 m²).
Á Hreiðarsstöðum er bæði ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn. 


Íbúðarhúsið er aðeins farið að láta á sjá að utan og þarfnast múrviðgerða. Flísar eru í forstofu og þar er hiti í gólfi. Parket er á gangi eftir endilöngu húsinu og á stofugólfi. Í eldhúsi er ágæt innrétting og góður borðkrókur, þar er dúkur á gólfi og búr er inn af eldhúsi. Dúkur er á gólfi í öllum þremur svefnherbergjum og inn af hjónaherbergi er nokkuð rúmgott fataherbergi. Baðherbergi er flísalagt og með hita í gólfi. Sturta er á baðherbergi. Í þvottahúsi er málað gólf og þaðan er lúga upp á háaloft, einnig er lítil forstofa bakatil og því útgengt úr þvottahúsi. Góð geymsla er inn af þvottahúsi.

Fjós með kjallara og bílskúr (283 m², byggt 1974) og hlaða (171 m², byggt 1975) eru sambyggð, steypt árið 1974 og 1975. Hér er um að ræða nokkuð góð útihús með mikla möguleika, hvort heldur sem er í búskap eða eitthvað annað.

Kálfahús með kjallara (57,7 m², byggt 1978) er bárujárnsklædd timburgrind, þar er bæði vatn og rafmagn.

Hjá Þjóðskrá Íslands er einnig skráð 50 m² geymsla á jörðinni (byggð 1950) en geymslan er ekki til staðar (hefur annað hvort aldrei verið byggð eða verið rifin) en þar er steyptur grunnur.

Samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár eru 55,6 ha af ræktuðu landi á jörðinni. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði er jörðin um 480 ha. að stærð samkvæmt loftmynd (ath. ekki þinglýst heimild). Jörðin liggur öll á láglendi. Sendin strönd við Lagarfljótið gerir aðgengi að því þægilegt. Áður var veitt í fljótinu en það hefur ekki verið prófað síðustu ár.
Landamerkjalýsing er frá 1884 og er svohljóðandi: 
Að utan við Lagarfljót ræður Brandalækjarós svo lengi hann fellur rétt ofan til Fljótsins, þar eftir beint upp í Réttarklett, úr honum beina stefnu fram í Grundaráshalla fremri, svo fram fyrir neðan Hádegishöfða og á Stekkás, þar sem hann er hæstur og ræður þá ásinn eftir það allt í Lagarfljót.
Spildu var skipt út úr jörðinni árið 2006, Heitir hún Grundarás og er hún ríflega 13 ha. að stærð og í eigu 3ja aðila. Einkagrafreitur er í landi jarðarinnar nokkuð inn af íbúðarhúsinu sem tilheyrir ekki eigendunum að þeirra sögn. Að öðru leyti gildir landamerkjalýsingin frá 1884.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.